Slímhúðarvandamál

SLÍMHÚÐARVANDAMÁL

  • Lichen planus er einn algengasti sáramyndandi sjúkdómurinn í munnslímhúð en getur einnig haf birtingarmynd á húð og kynfæraslímhúð. Sjúkdómurinn er tiltölulega algengur í eldri einstaklingum og einkennist af krónískum bólgum og sárum sem geta verið afar þrálát. Mörg tilfelli eru þó væg og jafnvel án einkenna. Rétt greining og árleg eftirfylgni er þó afar mikilvæg þar sem sjúkdómurinn eykur hættu á illkynja breytingum í munni.

    Lichenoid viðbragð er einnig ákveðin undirtýpa ofnæmisviðbragða við ákveðnum fæðutegundum, lyfjum og tannfyllingarefnum. Þessi viðbrögð líkjast lichen planus og því mikilvægt að lichenoid viðbragð sé útilokað þegar einstaklingur greinist með lichen planus.

  • Munnangur er eitt algengasta sáramyndandi vandamálið í munnslímhúð. Stærstur hluti tilfella valda einungis vægum til miðlungs óþægindum á nokkurra mánaða fresti. Ákveðinn hluti tilfella getur hins vegar valdið verulegri skerðingu á lífsgæðum þar sem jafnvel eru mörg sársaukafull sár til staðar og ný sár taka alltaf við af gömlum. Yfirgnæfandi hluti tilfella er vegna arfgengra breytileika í ónæmiskerfi munnslímhúðar en sum tilfelli geta verið vegna annara undirliggjandi orsaka t.d. lyfjanotkunar, ofnæmis, vítamínskorts eða kerfislægra sjúkdóma.

    Að útiloka undirliggjandi orsakir getur því verið mikilvægt þegar um verri tilfelli er að ræða svo vandamálið geti verið meðhöndlað á viðeigandi máta.

  • Algengustu blöðrumyndandi sjúkdómarnir sem greinast í munnslímhúð eru mucous membrane pemphigoid og bullous pemphigoid. Ekki er óalgengt að einstaklingar bíði lengi eftir réttri greiningu og meðferð þegar um þessa sjúkdóma er að ræða - jafnvel með óafturkræfum afleiðingum. Réttar rannsóknaraðferðir eru því afar mikilvægar til að þessi vandamál séu meðhöndluð tímanlega á réttan hátt.

  • Rauðir úlfar eru frekar sjaldgæfur sjúkdómur en þar sem sum tilfelli geta valdið fjölkerfa vandamálum er tímanleg greining afar mikilvæg. Í munnslímhúð geta rauðir úlfar haft birtingarmynd sem er afar keimlík lichen planus.

  • Orofacial granulomatosis er sjúkdómur sem einkennist af bólgum í munni og í kringum munn. Algeng birtingarmynd er stækkun vara og sár í slímhúð sem oft hafa einkennandi útlit. Mörg tilfelli orsakast af undirliggjandi ofnæmi en önnur geta jafnvel verið fyrsta birtingarmynd Crohn sjúkdóms.

  • Þegar um krónísk sár í munni er að ræða er afar mikilvægt að útiloka illkynja breytingar. Flöguþekjukrabbamein er algengasta illkynja meinsemdin í munnholi og er snemmgreining afar mikilvæg. Í byrjunarstigum er meðferðin oft einföld og án langvarandi vandamála en framþróun meðferða við lengra gengnum tilfellum hefur verið afar takmörkuð og fylgja þeim oft afar erfið langvarandi vandamál.

  • Item description
  • Item description
  • Item description
  • Item description