Munnsviði
(BURNING MOUTH SYNDROME)
MUNNSVIÐI (BURNING MOUTH SYNDROME)
-
Munnóeirð er góðkynja ástand sem venjulega birtist sem munnsviði án þess að nokkrar sjáanlegar breytingar séu til staðar í munnslímhúð. Munnóeirð á sér stað á einhverjum tímapunkti í um 1% einstaklinga en konur eru sjö sinnum líklegri til að greinast með þennan sjúkdóm. Meirihluti þeirra kvenna sem greinast eru um eða eftir tíðahvörf en karlar og yngri konur geta þó einnig greinst með munnóeirð.
Hjá flestum er bruninn staðsettur á tungubroddi, hliðum og efri hluta tungu, framan til á harða góm, og/eða innan á vörum, þó að einkennni geti átt sér stað hvar sem er í munni. Sjúklingar lýsa þessu ástandi oft eins og þeir hafi brennt sig á heitum mat. Að auki geta verið ýmsar aðrar brenglanir á skynjun í munnholinu t.d. bólgutilfinning í tungu eða hálsi og/eða súrt, beiskt, eða málmkennt bragð. Munnþurrkstilfinning getur líka verið til staðar jafnvel þó munnvatnsflæðið sé algjörlega eðlilegt. Þótt svo að tannlæknismeðferð (s.s. fyllingar, rótfyllingar og tannúrdrættir) valdi ekki munnóeirð þá tilkynna sjúklingar oft að einkenni hafi byrjað eftir slíka meðferð. Í flestum tilfellum byrja einkennin þó smá saman án orsakaþáttar.
-
Enginn veit í raun hvað veldur munnóeirð. Þetta sjúkdómsástand er þó talið vera ákveðin tegund af taugaverk. Þetta þýðir að það eru taugar í munninum sem virka ekki á réttan hátt og bera boð um sársauka þátt fyrir að það sé engin sársaukafull erting til staðar. Lagt hefur verið til að taugarnar sem valda sársaukanum séu af einhverjum ástæðum of auðertanlegar. Áhrifaþættir sem sjást í helmingi til þremur-fjórðu sjúklinga eru til að mynda tíðahvörf, erfið lífsreynsla (s.s. starfsmissir og veikindi eða andlát fjölskyldumeðlima), kvíði, þunglyndi og geðsjúkdómar. Margir einstaklingar hafa einnig tilkynnt svefntruflanir sem gætu verið hugsanlegur áhrifaþáttur. Munnóeirð orsakast ekki af gervitönnum eða sýkingum og hormónameðferð virðist ekki hjálpa til við að meðhöndla sjúkdóminn í konum eftir tíðahvörf.

