Black and white portrait of a smiling man with short dark hair wearing a black V-neck shirt.

STEFÁN PÁLMASON

Sérfræðingur í lyflækningum munns og kjálka

Stefán Pálmason útskrifaðist frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 2009. Eftir það vann hann í eitt ár við almennar tannlækningar á Akureyri og í Fjallabyggð. Sumarið 2010 fékk hann inngöngu inn í Harvard Háskóla í Boston þar sem hann nam lyflækningar munns við Harvard School of Dental Medicine og Brigham and Women´s Hospital. Á þessum tíma stundaði hann einnig til skamms tíma skiptinám við Háskólann í Toronto og Eastman Dental Institute í London.  Vorið 2012 lauk hann skriflega hluta American Board of Oral Medicine diplómat prófanna. Stefán hefur haldið fyrirlestra bæði í Evrópu og Bandaríkjunum ásamt þvi að hafa skrifað fræðigreinar og bókakafla. Stefán hlaut verðlaun ungra vísindamanna á Evrópuþingi munnlyflækna í Aþenu árið 2012 fyrir kynningu á rannsókn sinni varðandi Burning Mouth Syndrome.

Eftir að hafa lokið námi sínu í Boston fluttist Stefán til Reykjavíkur og hóf störf við lyflækningar munns og kjálka með áherslu á slímhúðarvandamál, verki í munni og kjálkum, krabbameinslækningar munns, kæfisvefn, ofl.

Ásamt því að starfa á stofunni gegnir Stefán einnig stöðu við Tannlæknadeild Háskóla Íslands þar sem hann kennir Lyflækningar munns, Verkjalækningar kjálka og Greiningu. Stefán hefur einnig stöðu við Landspítala Háskólasjúkrahús.

PANTA TÍMA