Kjálkaverkir

LEIÐBEININGAR VIÐ KJÁLKAVERK

  • Meðhöndlun á sári í munni er frábrugðin sári á húð að því leyti að ekki er hægt að búa um það með hefðbundnum sáraumbúðum. Í flestum tilvikum er lögð grisja yfir sárið sem sjúklingur er beðinn um að bíta á til að fá þrýsting á sárið sem hjálpar til við að stöðva bæðingu. Til að stuðla að eðlilegri græðslu er ráðlagt að halda kyrru fyrir og hvíla sig samdægurs. Gott getur verið að fara heim og leggja sig. Þá ber að gæta þess að hafa hátt undir höfði. Mikilvægt er að forðast að eiga við sárið þ.e. ekki sjúga eða sleikja sárið né eiga við það með fingrum eða öðrum verkfærum. Það getur valdið því að blóðköggul í sári sem er forsenda góðrar græðslu getur losnað og leitt til hægari græðslu.

    Eftir tannúrdrátt er mikilvægt að forðast neikvæðan þrýsting (notkun sogrörs, spýta, skola harkalega, reykja) svo blóðstorkan haldist í holunni og minni líkur verði á þurri holu (dry sockett).

    Hafirðu undirgengist tannplantaísetningu er mjög mikilvægt að forðast það að beita þrýsting á tannplantann eða svæðið í kring.

  • Verkur er eðlilegt viðbragð líkamans við því áreiti sem hann verður fyrir í aðgerð. Til að lágmarka verki eftir aðgerð er mælst til þess að byrja að taka ráðlögð verkjalyf áður en deyfing byrjar að síga úr. Ráðlagt er að taka verkjalyf reglulega fyrstu dagana eftir aðgerð til að halda óþægindum í lágmarki. Einnig getur verið gott að notast við kælipoka vafðann í viskustykki halftima í senn fyrir verkjastillingu. Ef verkir eru að breytast eða versna á fjórða degi skal hafa samband við tannlækni.

Ofangreindar ráðleggingar auka líkur á góðum bata og minnka líkur á vandamálum eftir aðgerð. Jafnvel þó að farið sé eftir settum ráðleggingum þá geta alltaf komið upp einhver vandamál og þá ber að hafa samband við tannlækni í síma eða með tölvupósti.

Með ósk um góðan bata!