SomnoSept

Hreinsivökvi og burstar til að viðhalda og lengja líftímann á CPAP búnaðinum þínum

SomnoSept

Regluleg þrif á kæfisvefnsbúnaði svo sem slöngum og grímum eru mikilvæg til að tryggja gott hreinlæti, betri loftgæði og árangursríka meðferð. Heitt og rakt loft í CPAP grímum og slöngum gera þær að kjöraðstæðum fyrir bakteríur og óhreinindi. Þessi óhreinindi geta valdið ertingu í öndunarfærum og á húð. Með því að halda búnaðinum hreinum minnkar líkurnar á öndunarfærasýkingum, ertingu, hósta og slímmyndun. SomnoSept vökvinn er hreinsivökvi sem er sérstaklega ætlaður fyrir CPAP tæki, grímur, slöngur og fylgihluti. Hann er þróaður til að vera mildur við sílikon og lækningaplast en jafnframt áhrifaríkur til þess að fjarlægja sýkla, húðolíur og bakteríur.

Af hverju er svona mikilvægt að hreinsa CPAP búnað?

SomnoSept er hreinsivökvi fyrir CPAP/Kæfisvefns grímur, slöngur og fylgihluti. Til þess að tryggja gott hreinlæti, loftgæði og árangursríka meðferð er mikilvægt að þrífa búnað sem þessum vélum fylgir. Heitt og rakt loft í CPAP grímum og slöngum skapa kjöraðstæður fyrir bakteríugróður og óhreindini. Þessi óhreinindi geta valdið ertingu í öndunarfærum og á húð. Með því að stunda regluleg þrif er hægt að minnka líkur á öndurnarfærasýkingum til muna.

Vökvinn er sérstaklega hannaður til þess að þrífa kæfisvefnsfylgihluti á áhrifaríkan hátt. Vökvinn leysir upp fitu og óhreinindi án þess að skaða viðkvæman búnaðinn. Vökvinn er mildur, húðvænn og skilur ekki eftir sig aukaefni. Hreinsivökvinn lengir líftíma búnaðarins og er sérstaklega hentugur fyrir daglega notkun.

Notkun: 1 teskeið í 2-3 lítra að vatni

Stærð: 400 ml - allt að 80 skipti
Óhreinn búnaður getur aukið hættu á:

  • öndunarfærasýkingum

  • ertingu í nefi og hálsi

  • hósta og slímmyndun

Við mælum einnig með XyliMelts fyrir notendur CPAP véla:

Munnþurrkur er algengur fylgikvilli kæfisvefns og kæfisvefnsmeðferðar - sérstaklega hjá þeim sem sofa með opinn munn eða nota CPAP grímu. XyliMelts töflurnar örva náttúrulega munnvatnsframleiðslu og halda munninum rökum yfir nóttina án þess að trufla svefn.