Sérfræðiþjónusta í lyflækningum munns og verkjalækningum kjálka

Lyflækningar munns og verkjalækningar kjálka er mikilvægar sérgreinar sem brúa bilið milli tannlækninga og læknisfræði við greiningu ýmissa vandmála í munni, kjálkum og andliti - jafnvel þegar erfitt hefur reynst að fá réttar greiningar og meðferðir annars staðar.

Hjá Munnheilsu stundum við eins inngripslitlar meðferðir og mögulegar eru hverju sinni og áhersla er lögð á gagnreynda læknisfræði sem byggð er á vísindalegum grunni. Við greiningu og meðhöndlun sjúkdóma fylgjum við því sömu viðmiðum og fremstu háskólasjúkrahús í heiminum í dag.

Staðsetning